Thursday, March 27, 2014

Sósíalismi í einu sveitarfélagi

Ekki er úr vegi að vekja athygli á því að Alþýðufylkingin hyggur á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor, að minnsta kosti í Reykjavík. Sjá nánar: Þorvaldur Þorvaldsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík -- borgarmálastefnuskráin okkar er ekki af verri endanum og ber titilinn Sósíalismi í einu sveitarfélagi.

Wednesday, March 26, 2014

Vorvísa

Við fluttum í vetur á hlýrri slóðir, til Århus í Evrópusambandinu. Hér grasið vægast sagt grænna en á Íslandi og það fæst Emmentaler-ostur í kjörbúðinni í hverfinu okkar. Ekki nóg með það, heldur setja menn niður kartöflur í mars og taka þær upp um það leyti sem Íslendingar setja sínar niður. Hér brumar hvert tré og við höfum getað borðað úti í garði í góða veðrinu. Þannig að ég setti saman vísu um daginn -- fyrir svona tíu dögum síðan:

Vönd er skipting veðurfars,
varla brosir nokkur.
Þó almennt sé nú miður mars
var maí í dag hjá okkur.