Monday, December 20, 2004

Ég fór í gær og sá sýningu Stúdentaleikhússins, Þú veist hvernig þetta er. Það var nú aldeilis góð sýning; 90 mínútur sem voru fljótar að líða. Sviðið var á fjóra vegu í kring um áhorfendastæði, og voru tjöldin dregin frá á víxl, svo stundum var ein hlið opin en stundum tvær. Sjálft leikritið var kröftug og tryllingsleg ádeila á íslenskt samfélag skeytingarleysis og værukærðar, ádeila á ríkisstjórnina og neysluhyggjuna, á Íraqsstríðið og fleira og fleira. Frábær sýning, þótti mér. Verst að hún var sú síðasta, þannig að þeir sem þetta lesa og eru orðnir spenntir hafa nú þegar misst af henni.

No comments:

Post a Comment