Friday, December 10, 2004

Ég skellihlæ og slæ mér á lær yfir því hvernig hægrimenn klóra í bakkann og malda í móinn vegna söfnunar Þjóðarhreyfingarinnar! Hver aulaathugasemdin rekur aðra, og þeir reyna að sannfæra sjálfa sig og hver annan um að íslenska þjóðin hafi nú verið hlynnt þessu óréttlætanlega árásarstríði, þrátt fyrir allt!



Kommon, hvern haldið þið að þið séuð að blekkja!?



Íslenska þjóðin var aldrei og er ekki hlynnt árásarstríði Bandaríkjastjórnar á írösqu þjóðina. (Látum það liggja milli hluta að vilji Íslendinga hefur ekkert með réttmæti stríðsins að gera!) Það vita það allir. Ég hef ekki tölu á skoðanakönnununum sem sýna að 4/5 Íslendinga eru á móti stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við þetta. Hvað halda þessir menn að þeir séu? Hægrimenn hrósa þeim fyrir þor og dug fyrir að þora að etja öðru fólki út í dauðann að berjast, sumt fyrir hagsmuni vestræns auðvalds, annað fyrir föðurlandið. Halldór Ásgrímsson getur trútt um talað, sitjandi á upphitaðri skrifstofu í leðurhægindi, borandi í nefið eða dragandi ýsur. Það er ekki hann sem hleypur milli hálfhruninna húsarústa með brunanálykt í vitunum eð kúlur fljúgandi yfir hausamótunum á honum. Ef honum finnst það svona göfugt og er svona hugaður, hvers vegna gerir hann það þá ekki sjálfur?



Hetjan mín.



En aulatilþrif allrahanda hægrimanna eru bara brjóstumkennanleg. Jæja, ekki bara. Þau eru hlægileg líka. Það er sama hvað þeir reyna að snúa út úr raunveruleikanum eða taka hann úr samhengi, íslenska þjóðin styður ekki þátttöku Íslands í Íraqsstríðinu.



Að því sögðu vil ég minna fólk á að hringja í söfnunarlínu Þjóðarhreyfingarinnar: 9020000 (níutíu tuttuguþúsund) til að láta þúsundkall af hendi rakna til að þessi verðuga auglýsing birtist í New York Times og sannleikurinn verði lýðum ljós.

No comments:

Post a Comment