Thursday, December 23, 2004

Já, Morgunblaðið fór sko fram úr sjálfu sér í ósmekklegheitum á laugardaginn var, 18. desember. Í sjálfu barnablaði Moggans var þessi þraut:



Kona, sem bjó í Þýskalandi í heimsstyrjöldinni síðari, vildi fara yfir landamærin til Sviss til að flýja undan nasistum. Brúin sem hún þurfti að fara yfir var um 800 metrar að lengd yfir stórt og djúpt gil. Á þriggja mínútna fresti kemur vörður út úr byrginu sínu og athugar hvort nokkur sé að stelast yfir brúna. Ef einhver er gripinn við að reyna að flýja frá Þýskalandi til Sviss án vegabréfs verður hann skotinn, en ef einhver reynir að fara frá Sviss til Þýskalands án vegabréfs verður hann sendur til baka. Konan veit að það tekur alla vega 5 mínútur að komast yfir brúna, þannig að líklega muni hún sjást og verða skotin. En hvernig gæti hún komist heil á húfi yfir brúna?




Finnst einhverjum öðrum en mér ósmekklegt að hafa svona þraut í barnablaðinu?

No comments:

Post a Comment