Thursday, December 16, 2004

Útlendingalöggjöfin sem átti að vera svo æðisleg og meinlaus gerir sitt gagn = að pirra útlendinga að ástæðulausu.



Í undarlega orðaðri frétt kemur fram það sem flestir vissu þótt þrætt væri fyrir það: "að ólöglegt væri að hafa meinta erlenda hryðjuverkamenn í haldi án þess að réttað væri í málum þeirra. Þessi niðurstaða er áfall fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur talið sig geta sveigt mannréttindalög að eigin vilja í baráttunni við alþjóðleg hryðjuverkasamtök."



Ég hef það á tilfinningunni að þetta sem lítur við fyrstu sýn út eins og djarft útspil af hálfu Efnavopna-Davíðs, að veita Fischer dvalarleyfi hér, sé kannski meira blögg en er látið í veðri vaka. Ég sé fyrir mér að Davíð hafi hringt í einhverja undirtyllu í bandaríska utanríkisráðuneytinu og símtalið hafi, efnislega, verið eitthvað á þessa leið:



Davíð Oddsson: Heyrðu, fólk hérna er að verða vitlaust. Úti á götu er gaurar með sultardropa og mótmælendaskilti, hópur af athyglissjúkum Þingholtalistakommum er að safna fyrir auglýsingu, og blöðin eru full af rógburði um sakleysingjana, okkur Dóra.

John Doe: Aha. En spennandi. Hvað sagðistu heita?

DO: Í alvöru talað, ég er farinn að halda að stuðningur við Íraqsstríðið sé að verða okkur dýrkeyptur. Fólk er ekkert að fíla þetta. En ég er með plan sem þið getið hjálpað mér með og kannski reddað einhverju.

JD: Og í hverju skyldi það plan vera fólgið?

DO: Flestir íslenski kommúnistar eru skáknördar. Við getum keypt þá góða með því að spila út trompinu sem við vorum að geyma fyrir tilfelli eins og þetta: Veitum Bobby Fischer landvistarleyfi til að þeir taki okkur í sátt. Hlutverk ykkar, Bandaríkjamanna, er að setja hörð andmæli á svið. Ég get þá spilað mig töff, að ég þori að standa gegn valdinu, standa við mína sannfæringu, og leyfa þessum meinlausa bullukolli að koma hingað við fögnuð annarra Íslendinga. Væruð þið til í að taka þátt í svona skúespilli?

JD: Jájá, ókei. Þetta er lítil fórn fyrir okkur en getur bjargað á þér andlitinu og gert þér kleift að halda áfram aðs tyðja Íraqsstríðið. Allt í lagi, við gerum þetta.

DO: Afbragð!

JD: Þegar storminn lægir framseljið þið hann kannski samt, er það ekki?

DO: Að sjálfsögðu!




Já, svona var þetta sennilega.

No comments:

Post a Comment