Sunday, December 12, 2004

Sharon og Peres hefja viðræður um nýja samsteypustjórn. Það er gott, er það ekki? Þá virkar Verkamannaflokkurinn temprandi á Likud-bandalagið, er það ekki? Perse, hann fékk Nóbelsverðlaun og er því góði gæjinn, er það ekki?



Því miður er það ekki svo. Það er misskilningur að Verkamannaflokkurinn sé vinstriflokkur, þótt hann ber þetta (vissluega) fallega nafn. Hann er á vinstrivæng zíonismans og hefur sósíaldemókratískar rætur. Vinstrivængur zíonismans er áfram zíonismi. Ef af þessari samsteypustjórn verður (sem ég gæti vel trúað), þá eru áhrifin ekki þau að slegið verði á hægriöfgar Sharons, heldur að honum verði gert kleift að sitja áfram sem forsætisráðherra og halda áfram glæpum sínum. Enn fremur mundi slík samsteypustjórn líta út fyrir að vera mun betri en sú gamla, og Evrópusambandið mundi sjálfsagt taka henni betur en gömlu stjórninni. Peres er Nóbelsverðlaunahafi eins og kunnugt er, og það gerir hann trúverðugri í hlutverki friðargjörðarmannsins. Því miður býr ekki mikið að baki fögrum fyrirheitum. Ef Peres gengur til samstarfs við Sharon er hann aðeins að bæta sínum eldiviði í eldinn sem kyndir ketil ísraelsku kúgunareimreiðarinnar.



Talandi um Ísrael og Palestínu, er þetta satt? Já, kannski það. Ísraelar hafa áður leikið þann leik að segjast ætla að sleppa föngum og alveg staðið við það, en bara gætt þes að það væru fangar sem átti að sleppa skömmu síðar hvort sem er. Út af fyrir sig alveg rétt, en skoðað í samhengi er það samt aðallega skrum í áróðursskyni.



~*~*~*~*~



Lesið frétt RÚV og fyrir hvað Jústsénkó stendur. Útskýrir ýmislegt. Annars er díoxín-eitrun hans staðfest. Kemur ekki á óvart, en alvarlegt mál engu að síður.

No comments:

Post a Comment