Sunday, December 5, 2004

Útvarpi Sögu hefur aldeilis farið aftur. Það er missir að þungavigtarmönnunum Sigurði og Hallgrími - og já, ég sakna meira að segja Ingva Hrafns. Arnþrúði hefur, því miður, ekki gengið að fylla skarð þeirra með almennilegu efni. Svosem má segja að það skarð er vandfyllt. Gústaf Níelsson, hver er nú það? Hann var með þátt áðan. Hvílíkur endemis hægriíhaldsöfgamaður! Hver hlustandinn á fætur öðrum hringdi inn og Gústaf sneri fimlega út úr fyrir öllum eins og sönnum róttækum íhaldsmanni sæmir: Við erum að tala um Írak, blöndum ekki Víetnam inn í þetta. [=Berum ekki saman við fortíðina og lærum ekki af reynslunni.] Og hvenrig hugsarðu þér framhaldið ef Bandaríkjamenn fara bara? [=Hættum að hugsa um það sem liðið er og hver ber sök og einbeitum okkur að núinu -- undir forystu Bandaríkjamanna.] ...og svo framvegis.

Beint á eftir kom svo þessi asnalegi þáttur um óhefðbundnar "lækningar" og hvað þær séu nú undursamlegar. Ég sé ekki hvernig ég get haldið áfram að linka á Útvarp Sögu með þessu áframhaldi.

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Á bls. 36 í Mbl. í gær ritar Davíð Logi um fyrirhugaða auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar, og hugleiðingar í kring um hana. Hann ber saman við "herverndar"samninginn 1951 og inngönguna í Nató. Það er arfaslakur samanburður -- hvort tveggja var gert án samráðs við íslensku þjóðina og þvert á mikla, almenna andstöðu. Með öðrum orðum, með ólýðræðislegum og fautalegum aðferðum. Það gleður mig þó hvað mér virðast hægrimenn vera farnir að vera ófeimnari við að gangast við því að Nató se hernaðarbandalag, en ekki varnarbandalag.

No comments:

Post a Comment