Friday, December 17, 2004

"Sharon vill semja við Palestínumenn" er sagt á vef Ríkisútvarpsins. Hvaða heimildir skyldi RÚV hafa fyrir því að hann vilji það í alvöru, sé að tala í einlægni? Ætli þeir geti lesið hugsanir? Þessi fyrirsögn hefði átt að vera öðruvísi orðuð: Sharon segist vilja semja við Palestínumenn hefði verið nær sanni.

~~~~

Léttlestir á höfuðborgarsvæði úr sögunni, er sagt. Ég skil það svosem. Þykir samt eftirsjá að þeirri hugmynd. Ég held að það hefði vel mátt útfæra hana þannig að hún kæmi vel út.

~~~~

Það þarf að fara að leysa þessa Kýpurdeilu. Kannski að þetta skilyrði ESB sé það spark í rassinn á Tyrkjum senm gæti orðið til að leysa deiluna?

No comments:

Post a Comment