Thursday, December 2, 2004

Það er stjórnarkreppa í Ísrael. Sharon leitað stuðnings Verkamannaflokksins. Mun ekki Verkamannaflokkurinn koma vitinu fyrir Sharon? verður hann ekki temprandi eða róandi afl í ísraelskum stjórnmálum? Nei, það verður hann ekki. Ef umleitanir Sharons verða árangursríkar mun Verkamannaflokkurinn ljá ódæðisverkum Sharons "lýðræðis"lega slikju og orðræði félagshyggjufólks, án þess að neitt breytist í raun. Ef þing verður rofið og efnt til nýrra kosninga mun það verða notað sem átylla til að hætta við brottflutninginn sem talað hefur verið um (en stendur ekki til í alvörunni).



Aðrar fréttir: Marwan Barghouti býður sig fram til forseta Palestínsku heimastjórnarinnar. Þarna er á ferðinni stórmerk frétt. Barghouti er foringi Tanzim, vopnaðs arms Fatah-hreyfingarinnar, og situr í fangelsi fyrir meinta aðild að vopnaðri andspyrnu gegn hernámi Ísraela. Hin raunverulega sök hans er að vera pólítískur leiðtogi í fremstu röð meðal Palestínumanna -- og hann hefur mjög raunhæfan möguleika á að leggja Abu Mazen í kosningunum í janúar. Reyndar er hann kannski sá eini sem hefur raunverulegan séns í Abu Mazen, nú þegar Rantissi er dauður.



Hér er síðan tilvitnun í Rauða kverið eftir Maó formann. Ég hvet fólk til að íhuga hvernig þessi orð eiga við Ísland í dag, hvort sem það er í yfirfærðri eða bókstaflegri merkingu:



Sagan sýnir að til eru tvennskonar stríð, réttmæt og óréttmæt. Öll stríð, sem stuðla að framförum, eru réttmæt, og öll stríð sem hefta framfarir, eru óréttmæt. Vér kommúnistar erum andvígir öllum óréttlátum stríðum, sem hindra framfarir, en vér erum ekki andvígir réttmætum stríðum, sem horfa til framfara. Vér kommúnistar látum heldur ekki þar við sitja, vér tökum virkan þátt í réttlátum stríðum. Heimsstyrjöldin fyrri var til að mynda óréttmætt stríð, þar sem báðir aðilar börðust fyrir hagsmunum heimsvaldasinna. Þessvegna voru kommúnistar um allan heim ákveðnir andstæðingar þeirrar styrjaldar. Leiðin til að andæfa slíku stríði er að gera allt, sem í voru valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir það, áður en það skellur á, og að svara ranglátu stríði með réttlátu stríði hvenær, sem færi gefst, eftir að það er hafið. (S. 62.)




Þetta er umhugsunarefni.

No comments:

Post a Comment