Thursday, December 16, 2004

Efnavopna-Halldór, Erdogan/ESB og mengun



Ekki er nú Nestor Kirchner efstur á lista mínum yfir stjórnmálamenn sem ég hef velþóknun á, en á ráðstefnu í gær hafði hann lög að mæla: Hvaða sanngirni er í því að þjóðir þriðja heimsins séu í skrúfstykki að borga af okurlánum vestræns auðvalds, en Bandaríkjamenn geti spilað ræl á rófuna á sér, neitandi að skrifa undir Kyoto-bókunina?

Hvers vegna helst þessum sóðum uppi á því, að menga eins og þeir gera? Svar: Vegna þess að þeir eiga meira af vopnum en allir hinir til samans. Hver ætlar að stoppa þá?

Jónas Kristjánsson hittir naglann á höfuðið á bls. 2 í DV í dag. Því miður.



~~~~~



Efnavopna-Ali fer fyrstur fyrir rétt og fær væntanlega sanngjörn réttarhöld áður en hann verður hengdur. Núna er réttað yfir Efnavopna-Ali, já, en hvenær verða Efnavopna-Halldór og Efnavopna-Davíð dregnir fyrir dóm?



~~~~~



Ágæt grein Gísla Gunnarssonar um trú og trúleysi í Fréttablaði í dag.



~~~~~



Erdogan "varar Evrópusambandið við því að útiloka þá sem ekki eru kristnir" -- ég tek undir það. Ég er ekki kristinn. Ég vil ekki láta útiloka mig fyrir það. Ég er svo mikill Evrópubúi sem nokkur maður er Evrópubúi og hver sem segir að ég sé það ekki vegna þess að ég sé ekki kristinn getur étið skít.

Þarna er kannski komin almennileg ástæða til að Tyrklandi sé hleypt inn í ESB? Nú er ég andvígur ESB per se, en kannski að aðild Tyrklands yrði sambandinu til blessunar? Þá vantar bara að ESB bindi aðskilnað ríkis og kirkju í stjórnarskrá, taki upp esperantó sem opinbert mál og stjórnarskrárbindi að hvert Evrópuland stjórni sjálft hvaða efnahagskerfi það vilji hafa, og hver veit, þá mundi maður kannski samþykkja það.

No comments:

Post a Comment