Monday, December 6, 2004

Ég hvet þá sem ekki eru þegar búnir að því að skrá sig á póstlista Fólksins.net. Því fylgja engar skuldbindingar; þetta er vettvangur fyrir skoðanaskipti, fundaboð, uppákomur og umræður í tengslum við þátttöku Íslendinga í Íraqstríðinu og hvernig við getum þrýst á stjórnvöld að draga stuðninginn til baka.



Talandi um það, þá vil ég minna fólk á að hringja í söfnunarsíma Þjóðarhreyfingarinnar: 90 200 00 --- og leggja sitt af mörkum til að fjármagna auglýsingu í New York Times. Flott framtak hér á ferð. Sumir hringja tvisvar eða oftar.



Lítið á blogg Birgittu. Hún er í hópi þeirra sem hafa fengið nóg og láta í sér heyra vegna Íraqsstríðsins.



Ég ítrekaði fyrirspurn mína til Mbl. vegna þessarar fréttar. Nú bíð ég og sé hvort ég fæ svar í þetta sinn. Ég er orðinn langeygður eftir svörum frá fleira fólki. Starfslið dómsmálaráðuneytisins er t.a.m. ekki fljótt til svars. Heldur ekki kommúnistaflokkar Nepal og Suður-Afríku.

No comments:

Post a Comment