Sunday, April 24, 2005

Vísindamönnum hefur tekist að láta mýs leggjast í dvala með því að láta þær anda að sér vetnissúlfíði, og ræða nú um að gera tilraunir á mönnum. Ef hægt er að láta mann leggjast í dvala, þá gæti það aukið til muna líkurnar á því að sum læknismeðferð heppnist vel, og það er bara gott. Hins vegar: Ég sé fyrir mér að þetta verði notað í fangelsum. Hægt að láta óstýriláta fanga leggjast bara í dvala í nokkur ár. Hagkvæmt og áhættulaust. Það fer um mig hrollur.

No comments:

Post a Comment