Friday, April 15, 2005

Þeim sem lesa þýsku bendi ég á þessa grein: Mit Kanonen auf Spatzen schießen -- Schily erprobt "Null-Toleranz"-Politik in Berlin ... það er semsé verið að taka upp "Zero Tolerance" stefnu gagnvart veggjakroturum í Berlín, og það svo um munar, eins og lýst er í greininni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ástæða er til að benda fólki á að safndiskurinn Frjáls Palestína er kominn í netsölu ... sjá hér ... og með því að kaupa þennan ágæta disk getur fólk lagt af mörkum til barnastarfs í Palestínu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Kyrgyztan gerðist hið dæmigerða, almenningur fékk sig fullsaddan af slæmri ríkisstjórn og upphófust róstur og fjöldamótmæli, birtingarmynd slæms þjóðfélagsástands. Forsetinn sagði af sér og við stjórnvelinum tók hin borgaralega stjórnarandstaða, sem á ekki eftir að leysa þau vandamál sem brýnast brenna á almenningi í Kyrgyztan, þótt eitthvað eigi hún eftir að koma til móts við þungavigtarhópa í borgarastétt. Dæmigert fyrir það þegar hitnar í kolunum og almenningur á sér ekki sjálfstæðan pólitískan málsvara, pólitíska framvarðarsveit.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepalskir maóistar hafa bundið enda á ferðabannið á Kathmandú sem stóð í 11 daga -- en maður hefur heyrt að hafi ekki heppnast neitt allt of vel, sökum örðugleika í samskiptum. En hvers vegna fréttist ekki meira af Baburam Bhattarai? Bharat Bhushan skrifar um málið á The Telegraph í Kalkútta í grein sem mér virðist vera nokkuð sanngjörn:
Shyam Shreshtha, who was once in the Maoist politburo and now edits a Left-wing magazine Mulyankan, says: “I do not personally believe that Baburam Bhattarai is under arrest. But I also do not believe that nothing has happened. My information is that he has been suspended for six months from the central committee and politburo on the issue of inner-party democracy. Of this two months are already up.”
...og áfram heldur hann:
Bhattarai also wrote in Kantipur daily against lack of inner party democracy and the “raja-rajouta pravratti (feudal tendency)” of the Maoist leadership.
His explanation was sought and he replied with a 13-point reply that challenged the leadership further. He questioned the elevation of the revolutionary path called “Prachandapath” to “Thoughts of Prachanda”, the centralisation of party, army and state posts in one person and adding Prachanda’s photograph to the pantheon of Marx, Engles, Lenin, Stalin and Mao.

Það virðist semsagt vera ásteytingssteinn, að menn séu ósammála um (a) innra lýðræði í maóistaflokknum og (b) persónudýrkun á Prachanda. Ég þarf varla að taka fram hvaða skoðun ég hef á málinu.

No comments:

Post a Comment