Wednesday, April 20, 2005

Fjárreiður stjórnmálaflokka, nýi páfinn, Gaza og grein


Humm ... það á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Það er nú kominn tími til. Þarft verk að endurskoða þessi lög.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
RÚV skýrir frá:
Jósef Ratzinger, fyrsti þýski páfinn frá því á 11. öld, söng fyrstu messu sína sem páfi í Vadikaninu í morgun. Margir kaþólskir menn fagna kjöri hans segja kirkjuna í góðum höndum því nýi páfinn hlaupi ekki eftir duttlungum tíðarandans.
...með öðrum orðum, þessi maður lætur það sem vind um eyru þjóta, að kaþólska kirkjan sé steinrunnin miðaldastofnun sem gangi á kreddufestu og forneskju. Engar áhyggjur af því. Benedikt hleypur sko ekki eftir "duttlungum tíðarandans". Ætli þessir "duttlingar" séu hlutir á borð við alnæmi, samkynhneigð eða jafnrétti kynjanna?
Í Mogga í fyrradag (ég held í fyrradag) var vitnað í Benedikt, sem þá hét ennþá Josef Ratzinger, vitnað í predikun hans í messu yfir kardínálunum, þar sem hann sagði víst að mannkyninu og "hinum kristna heimi" stafaði hætta af "alræði afstæðishyggjunnar" ... ætli hr. Ratzinger hafi verið nýbúinn að lesa predikun eftir Karl Sigurbjörnsson?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hafin er aðgerð til að treysta tök zíonískra landræningja á Vesturbakkanum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"A Televisual Fairyland" nefnist grein sem George Monbiot skrifaði fyrir endurinnsetningu George Bush í janúar síðastliðnum. Hún fjallar aðallega um bandaríska fjölmiðla, og er býsna góð. Ég mæli með henni, og hana má sjá hér.

No comments:

Post a Comment