Monday, April 18, 2005

Dave Spencer og Hanna Khamis skrifa grein sem ég mun nota ef ég skrifa einhvern tímann kennslubók í því hvernig á ekki að reka stjórnmálaflokk. Hún er ekki svo löng, og ég mæli eindregið með henni: Why We Have Left the Socialist Labour Party: The Dead Hand of Stalinism Without the Lure of Moscow Gold. Úff, hvað ég skil þau vel. Ég býst við að ég hefði gert nákvæmlega það sama og þau gerðu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Róbert Jack er byrjaður að blogga: Blekklessur heimspekings nefnist hans blogg.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Háir herrar segja að til greina komi að byggja Sundabraut fyrir andvirði Símans. Var ekki verið að tala um að byggja nýtt hátæknisjúkrahús fyrir það? Alla vega, þá er ég með áætlun sem ég er bjartsýnn á að mundi virka. Halldór Ásgrímsson, ef þú lest þetta, þá er þér velkomið að nota þessa áætlun:
1. Síminn ekki seldur.
2. Sundabraut og hátæknisjúkrahús bæði byggð.
3. Meðan þau eru í smíðum rennur arðurinn af Símanum eyrnamerktur til þess að borga fyrir þau.
4. 2010: Íslenska þjóðin á: (a) Sundabraut, (b) hátæknisjúkrahús og (c) sitt eigið símafyrirtæki.

No comments:

Post a Comment