Wednesday, April 6, 2005

Skemmtikvöld Hins íslenska tröllavinafélags í Snarrót


Að kveldi laugardags komanda, níunda dag aprílmánaðar, verður lítils háttar skemmtikvöld á snærum Hins íslenska tröllavinafélags. Það verður haldið í félagsmiðstöðinni Snarrót í Garðastræti 2 (101 Rvk) og hefst klukkan 20:00 stundvíslega. Fyrst verða sýndar myndir úr sögulegri og frækilegri ferð félagsmanna á slóðir Jóru tröllkonu þann 12. mars sl., en um þá ferð eiga þulir eftir að kveða söguljóð meðan land er byggt. Að myndasýningunni lokinni verður sýnd kvikmynd. "Hvaða kvikmynd?" spyrjið þið ... þið ykkar komist að því sem mætið á kvöldið... Það er von okkar að sem flestir mæti. Burtséð frá sýningunum tveim verða fundargögn höfð um hönd. Dolla verður látin ganga fyrir frjáls framlög, en rukkað um symbólska upphæð fyrir fundargögnin. Heimilt er að mæta með sín eigin fundargögn (þið þurfið samt ekki að koma með blýanta eða strokleður).

No comments:

Post a Comment