Friday, April 29, 2005

Þjóðsagan um Zarqawi

Zarqawi: Er eitthvað á bak við tröllasögurnar?
Áfram heldur áróðurinn. Þessi "Zarqawi" (sem ég veit ekkert hvort er til eða ekki) fær meiri athygli í vestrænum fjölmiðlum en eðlilegt er miðað við raunveruleg umsvif hans. Ástæðan: Það er gert í áróðursskyni. Til þess að við höldum að íraska andspyrnan samanstandi aðallega af erlendum rummungum sem koma til Íraks að svala blóðþorsta sínum. Það er einfaldlega ekki rétt. Eitthvað er af erlendum rummungum að svala blóðþorsa sínum - flestir eru þeir vestrænir og kalla sig "verktaka" þótt þeir séu málaliðar - en íraska andspyrnan er eðlilegt viðbragð þjóðar við hernámi.

Hvers vegna eru bara súnnítar í þessari andspyrnu? Það eru ekkert bara súnnítar -- en leiðtogum Kúrda hefur verið fróað til stuðnings við Vesturveldin, og shí'ítar hafa haft sitt fram með hörðu. Börðust í Najaf og víðar (man einhver eftir Mahdi hernum?) þangað til Ayatollah Sistani stillti til friðar: Sjí'ítarnir lögðu niður vopn og í staðinn var efnt til tafarlausra kosninga þar sem vitað var að þeir ynnu stórsigur -- og tækju þar með við miklum pólitískum völdum.

En áfram heldur áróðurinn. Áróður til þess að við Vesturlandabúar fáum nú örugglega enga samúð með írösku andspyrnunni. Með mönnum sem eru að verja fjölskyldur sínar og föðurland gegn óvægnu ofurefli bandaríska hersins.

Ég hef nú samúð með þeim samt.

No comments:

Post a Comment