Thursday, April 14, 2005

Síminn, Nepal


Ég vildi sjá Símann rekinn af almenningi og fyrir almenning. Til að hann væri lýðræðislega rekinn yrði hann að vera að fullu í eigu almennings. Ég sé fyrir mér að þegar maður byrjaði viðskipti við Símann fengi maður um leið hlut í honum sem viðskiptamaður hans; að hann væri í sameiginlegri eigu þeirra sem ættu viðskipti við hann. Annað hvort hefði hver maður einn hlut (fyrirtæki kannski tvo hluti) ellegar þá að einn hlutur væri fyrir hverja símalínu ... ellegar þá að vægi hluthafa væri í samræmi við símreikningana sem þeir borguðu. Ég held að það væri óráðlegt að haga eignarhaldinu þannig að fólk gæti selt hlutinn ... frekar ætti hluturinn að fylgja viðskiptunum, og vera óframseljanlegur, en ganga aftur inn í fyrirtækið þegar maður hætti viðskiptum við það, samanber að íslenskur ríkisborgari getur ekki afsalað sér kosningarétti á Íslandi. Ef arður er af Símanum ættu viðskiptavinirnir að hagnast á því, annað hvort með því að fá hann útgreiddan, eða með því að hann niðurgreiddi þjónustuna.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það eru deildar meiningar um ástand mála í Nepal. Í því sambandi vil ég benda á ágæta grein í Lalkar, þar sem fjallað er um málefni Nepals.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hmm.. ég bendi á þessa frásögn Michaels Shermer af rökræðum hans við trúmann. Áhugaverð lesning.

No comments:

Post a Comment