Friday, April 8, 2005

"Saddam reyndi að kaupa úraníumgrýti frá Níger" sögðu menn í aðdraganda Íraksstríðsins, og höfðu sem heimild skjöl sem fljótlega kom á daginn að voru fölsuð. Þau voru meira að segja fölsuð á bréfsefni merkt embættismanni sem var ekki lengur í því embætti þegar skjölin voru dagsett. Sagt var að skjölin hefðu verið fölsuð í Níger, og þegar flett var ofan af fölsuninni brást Bushöstjórnin við með því að fletta á móti ofan af sínum eigin diplómata/njósnara sem hafði uppgötvað fölsunina. M.ö.o. sendiboðanum var refsað. En hvar liggur hundurinn grafinn? Voru skjölin kannski ekki fölsuð í Níger, heldur í Bandaríkjunum sjálfum? Þeirri spurningu er velt upp í þessari grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einar Ólafsson skrifaði komment:
Kjarni málsins er ... að atvinnuvegirnir eiga að þjóna fólkinu. En mér finnst þetta tímabær pæling hjá þér með ríkið, sú var tíðin að menn ræddu um stéttareðli ríkisins en sú umræða hefur lognast út af án þess séð verði að neitt hafi breyst nema þá helst að sjaldan hefur ríkisvaldinu verið beitt jafn markvisst víðast hvar í þágu borgarastéttarinnar og á undanförnum aldarfjórðungi.
...og ég svaraði:
Einmitt. Hvað sem einstökum ríkisstjórnum kann að líða, þá hlýtur ríkisrekstur að hafa þennan innbyggða galla. Mér þætti það ávinningur í sjálfu sér ef hægt væri að reka atvinnuvegi af almenningi og fyrir almenning, en tengja framhjá ríkisvaldinu.
Ríkisvaldið, framkvæmdanefnd valdastéttarinnar, er ekki vinur okkar.
Það kann að vera að vingjarnleg ríkisstjórn komist til valda og geri eitthvað jákvætt með ríkisvaldinu. Það breytir ekki sjálfu eðli þess, sem er að það er tæki til stéttardrottnunar. Borgaralegt ríkisvald er hannað með þarfir borgarastéttarinnar í huga ... það þjónar hennar hagsmunum vegna þess að það er hannað til að gera það. Atvinnuvegir í þágu almennings eru betur reknir af almenningi sjálfum, án milligöngu ríkisvaldsins. Hvernig er það best úrfært? Ég get ekki svarað því sisona .. það eru sjálfsagt ýmsar leiðir færar. Í tilfelli Símans þætti mér það reynandi, að hann væri rekinn sem lýðræðislegt fyrirtæki, þar sem almenningur ætti auðvelt með að koma að því og hver hefði aðeins eitt atkvæði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Now I shall ask you to imagine how/ Men under discipline of death prepare for war./ There is much more to it than armament/ . . . and for a while they join a terrible equality;/ Are virtuous, self-sacrificing, free;/ And so insidious is this liberty/ That those surviving it will bear/ An even greater servitude to its root:/ Believing they were whole, while they were brave;/ That they were rich because their loot was great;/ That war was meaningful because they lost their friends
: Homer - Source: War Music A verse translation of Books 16 - 19 of the Illiad by Christopher Logue. 1981. King Penguin.

No comments:

Post a Comment