Saturday, April 16, 2005

Palestínufundur á vegum MFÍK í Snarrót, Garðastræti 2, þriðjudaginn 19.apríl kl. 18:30

Palestínufararnir Guðrún Ögmundsdóttir, Svala Norðdahl og Þuríður Backmann munu þar segja frá nýlegri för sinni til Palestínu.

Á eftir verður boðið upp á léttan málsverð á miðjarðarhafslegum nótum: Falafel, húmus, tatzíki og fleira góðgæti.

Ágóði af matarsölu verður notaður til styrktar ferð Örnu Aspar Magnúsardóttur
á alþjóðlega kvennaráðstefnu sem samtökin Women in Black halda í Palestínu í ágúst.

Fundurinn er öllum opinn.

(Ég skora á fólk að mæta, en kemst því miður ekki sjálfur.)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kúrdar eru sagðir vera að undirbúa skæruhernað í Íran. Ætli það sé þannig sem Bandaríkjamenn hafa hugsað sér að grafa undan Íran, með kúrdískum skæruliðum?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hans Blix gerir lítið úr hættunni af hitnun jarðar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Íslandi - og annars staðar á Vesturlöndum - eru ekki fluttar miklar fréttir af brostnu lýðræði í Mexíkó.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Munu Bandaríkjamenn nota Kólumbíu til að koma höggi á Venezuela?

No comments:

Post a Comment