Friday, April 29, 2005

Davíð Oddsson segist ekki vera viss um áframhald framboðs Íslendinga til setu í Öryggisráði SÞ. Ég tel a.m.k. ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki eiga erindi þangað.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Heimspekikaffihús verður í þriðja sinn þriðjudagskvöldið 3. maí kl. 20:30-22:00 á Café Cultura, Hverfisgötu 18. – Þetta verður jafnframt síðasta heimspekikaffihús vetrarins, en eftir sumarfrí hefst það á ný í september. Umræðuefnið er „hver er vinur?“ ... ég kemst nú ekki sjálfur en mæli eindregið með þessu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Morgan Stanley mæla með ennþá kapítalískari aðferð við sölu Símans. Þeirra uppástunga þykir mér vera glapræði. Reyndar þykir mér það vera glapræði að selja Símann yfir höfuð. Mér finnst að það ætti að gefa Símann. Færa hann úr eign ríkisins, í eign félags sem væri að hálfu eign starfsmanna hans og að hálfu eign viðskiptavina hans, þar sem hver maður hefði eitt atkvæði og fyrirtækið væri lýðræðislega rekið af almenningi og fyrir almenning.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annan hvetur til "endurreisnar lýðræðis í Nepal"... endurreisnar hvaða lýðræðis? Þessi skrípamynd af lýðræði sem var þar til skamms tíma átti lítið skylt við alvöru lýðræði. Alvöru lýðræði kemur neðan frá. Ef konungur gerir taktíska málamiðlun um að "leyfa" stofnun þings og "leyfa" kosningar, þá er það áfram á valdi konungs að taka allt til baka - sem mannfýlan Gyanendra gerði einmitt 1. febrúar síðastliðinn. Það þarf ekkert að endurreisa neitt lýðræði í Nepal. Það þarf að reisa lýðræði.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
A centralised democracy may be as tyrannical as an absolute monarch; and if the vigour of the nation is to continue unimpaired, each individual, each family, each district, must preserve as far as possible its independence, its self-completeness, its powers and its privilege to manage its own affairs and think its own thoughts.
(James Anthony Froude)

No comments:

Post a Comment