Thursday, April 21, 2005

Gleðilegt sumar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í dag eru liðin 9 ár frá þeim degi sem rússnesk sprengjuflugvél varð Dzokhar Dudayev, forseta Chechníu, að bana. Það er skarð fyrir skildi, þar sem Dudayev var, skarð sem hefur enn ekki verið fyllt. Að honum föllnum píslarvættisdauða fyrir þjóð sína hefur þjóðfrelsisbarátta Chechena tekið á sig æ afturhaldssamri mynd íslamisma og bókstafstrúar. Það hryggir mig að sjá þennan rétta málstað í höndum rugludalla.
Í dag eru einnig liðin 2757 (ekki 2758!) ár frá stofnun Rómarborgar - ad urbe codita. Um leið eru sjö ár frá 2750 ára afmæli borgarinnar, en þann dag var loksins saminn formlegur friður milli Róbar og Karþagóar. Með öðrum orðum voru púnversku stríðin langvinnari en nokkurt annað stríð. Meira en 200 sinnum langvinnari en 90% allra stríða!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ætli ritarar Annáls hafi frelsast til sósíalisma og tekið til við bolsévíska sjálfsgagnrýni? Nógu mikið er yfirstrikað hjá þeim....

No comments:

Post a Comment