Tuesday, April 5, 2005

Síminn, einkavæðing, ríkisrekstur eða þjóðnýting?


Þetta mál með Símann hefur vakið mig til umhugsunar um þjóðnýtingu. Að mínu mati er þjóðnýting hið besta mál ef hún fer rétt fram. Dæmi um þjóðnýtingu sem færi rétt fram væri ef ríkið seldi Símann félagi sem hefði alla Íslendinga eða alla viðskiptavini Símans sem meðlimi. Kannski að það væri sniðugt að stofna það félag núna strax? Félag íslenskra símnotenda? Hvernig hljómar það? Félag með 150.000 meðlimi þar sem hver hefur eitt atkvæði og kjörin stjórn annast umsjón félagsins og reynir að kaupa Símann af ríkinu og reka hann sem sameignarfyrirtæki allra þjóðarinnar? Eiginlegur rekstur fyrirtækisins yrði líklega með svipuðu móti og hann er núna. Andskotinn, þetta er flott hugmynd! Kannski að þarna liggi bara hundurinn grafinn? Þjóðnýtum Símann! Þeir sem hafa áhuga á að vera með í að stofna þetta félag óska ég eftir að hafi samband hið fyrsta: vangaveltur@yahoo.com ...þetta kallar á að höfuðið sé lagt í bleyti!

No comments:

Post a Comment