Wednesday, April 13, 2005

Ég minni á fundinn í kvöld sem boðaður er hér að ofan í feitletri.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einar Karl Haraldsson skrifar grein í Moggann í dag. Ég get ekki að því gert, en alltaf þegar ég sé nafn Einars rifjast upp fyrir mér bæklingur frá honum í prófkjöri, sem innihélt sprenghlægilegt (hlægilegt semsagt...) viðtal Hrafns Jökulssonar við Einar sjálfan. Í því dró Einar upp ótrúverðuga mynd af sér sem skrautlegum en ábyggilegum karakter, en upp úr stóð samt þetta:
Hrafn: Einar, eru kommúnisti?
Einar: Ég er kristilegur félagskrati með trú á markaðssamfélag.
Þvílíkur meistari!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rumsfeld’s mission to Baghdad: keeping Saddam’s secret police in power
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í DV í dag er viðtal, á bls. 17, við Óla Gneista, einn af forsprökkum Vantrúar. Ágætt viðtal þar á ferð.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mordechai Vanunu, píslarvottur baráttunnar gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, er dreginn aftur fyrir rétt vegna meintrar borgaralegrar óhlýðni. Er hægt að ætlast til þess að menn fylgi reglum sem brjóta á mannréttindum þeirra? Ég segi NEI! Dæmi um borgaralega óhlýðni Vanunus má sjá hér, þar sem hann brýtur bann við því að hitta erlenda ríkisborgara eða tala við þá.

No comments:

Post a Comment