Wednesday, April 20, 2005

Harpal Brar er ritstjóri Lalkar, aðalritari CPGB(ML), formaður Stalín-félagsins og einn af leiðtogum Indian Workers Associatinon, með meiru. Skiljanlega er hann umdeildur og umdeilanlegur. Hann er einn af þeim sem er úthúðað í greininni sem ég linkaði á í gær eða fyrradag og ég er nokkuð viss um að höfundar þeirrar greinar hermi rétt frá. Með öðrum orðum, svo það fari ekki á milli mála, þá er hann fulltrúi fyrir strauma í vinstriheyrfingunni sem ég er andsnúinn. Svo ekki sé dýpra í árina tekið. Engu að síður má hann nú eiga það sem hann má eiga. Greinin "The world socialist revolution in the conditions of imperialist globalisation" er eitt af því. Já, þessi grein er bæði löng, tyrfin og 5 ára gömul, en hin merkilegasta fyrir því. Í henni rekur Brar samþjöppun fjármagns og samruna stórfyrirtækja í rökréttri þróun einokunarauðvalds, fyrirrennara eiginlegrar heimsvaldastefnu. Þetta er í aðalatriðum það sama og er kallað "efnahagsleg hnattvæðing" þessa dagana. Fyrir þá sem nenna að lesa, þá er þetta grein sem er þess virði.

No comments:

Post a Comment