Thursday, April 14, 2005

Viðbrögðin við fyrirhugaðri sölu Símans virðist vera í bærilegum farvegi. Mikið vona ég að gangi eins vel og maður gæti ætla.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þessi grein á Múrnum hittir beint í mark. Að kalla vandamálið sínu rétta nafni er fyrsta skrefið til að ráðast gegn því. "The traditional way to exorcise a demon is to start by recognizing it for what it is, calling it by it's right name" minnir mig að Anton LaVey hafi orðað það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Link TV má sjá sjónvarpsfréttir á ensku frá Miðausturlöndum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um 200 íraskir andspyrnumenn réðust á bandaríska herstöð eigi allfjarri sýrlensku landamærunum. Það er athyglisvert að bera saman annars vegar bandaríska sjónarhornið og hins vegar það íraska.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Zimbabwe fjölgar í flughernum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Caterpillar-vinnuvélaverksmiðjurnar hafa árum saman selt ísraelska hernum vopnaðar og brynvarðar jarðýtur til þess að jafna palestínsk hús við jörðu. Selt vopn mönnum sem þeir vissu að mundu nota þau gegn óbreyttum borgurum. Á hluthafafundi greiddu 97% hluthafa atkvæði gegn því að þetta mál yrði rannsakað með tilliti til þess hvort fyrirtækið hefði brotið eigin siðareglur. 97%! Næst þegar ég kaupi mér jarðýtu, þá verður það sko ekki Caterpillar! Algert siðleysi, fullkomið ábyrgðarleysi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepalskir maóistar segjast fagna því ef alþjóðlegt eftirlitslið Sameinuðu þjóðanna kæmi til Nepal.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér finnst þessi rannsókn hljóma áhugaverð.

No comments:

Post a Comment