Monday, April 25, 2005

Fangar í Bandaríkjunum eru fleiri en nokkru sinni. Óhugnanlegar tölur. Ég skil ekki að heilt þjóðfélag geti verið svona fíkið í að hefna sín á ógæfumönnum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Bandaríkjastjórn viðurkennir stórfellda vopnaflutninga til Haítí.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Leyndardómurinn um hinn týnda Baburam Bhattarai ... ef eitthvað er hæft í því, að maóistar í Nepal séu að klofna, þá gátu þeir varla valið verri tímasetningu til þess. Málaher Gyanendra konungs er aðþrengdur og konungurinn er sjálfur aðþrengdur alþjóðlega. Indverjar eru að snúast á sveif með honum aftur og vopnasendingar gætu hafist svo snemma sem eftir 10 daga. Með öðrum orðum: Ætli einmitt núna sé ekki rétti tíminn fyrir samhenta byltingarhreyfingu að láta vaða breiðsíðu?

No comments:

Post a Comment