Monday, April 4, 2005

Í fyrradag, laugardag 2. apríl, hófst 11 daga allsherjarverkfall í Nepal, skipulagt af Kommúnistaflokki Nepal (maóistum), til þess að setja þrýsting á krúnuna. Það var boðað með löngum fyrirvara, svo vonandi kemur það ekki illa við kauninn á almennum borgurum. Ég vil annars benda á þessa stórfínu grein um Nepal og ástandið þar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annars fékk ég áðan í pósti áhugaverða bók sem ég mun lesa þegar ég hef tíma til þess. Hún heitir Chimurenga - the Liberation Struggle in Zimbabwe og er eftir Harpal Brar, sem einnig er formaður CPGB-ML og ritstjóri Lalkar. Bókin er 600. bls löng. Sérviska? Ég býst við því. Áhugavert? Svo sannarlega.

No comments:

Post a Comment