Monday, April 4, 2005

Ásatrúarfélagið boðar "siðfestu" í stað fermingar og mótmælir því hvernig trúarbrögð sitja ekki við sama borð í skólum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Reynir Traustason handtekinn fyrir að smygla kókaíni til landsins og framvísa því við tollverði. Skyldi tollgæslan ekki hafa neitt betra við tímann að gera en að handtaka heiðarlega menn?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelsstjórn planar ólöglega og umhverfisspillandi urðun á sorpi á Vesturbakkanum ... þessir heiðursmenn. Kemur nú ekki á óvart.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"The peak oil idea – which says that world oil production will go into irreversible decline sometime in the next decade or two – is quickly morphing into conventional wisdom," segir Stan Cox í grein á Alternet ...og svo það sé sett í samhengi, þá hefur olíuverð aldrei verið hærra: 58 dalir tunnan ...og ChevronTexaco er að kaupa Unocal. "Hubbert hit the bullseye with his prediction that U.S. production would peak in 1970. And over the past half century, country after country has seen its oil production hit a peak and start dropping. Yet for decades, economists, petroleum executives and government officials refused to follow Hubbert's analysis to its logical conclusion – that in the easily foreseeable future, humanity will pass over a global peak of oil production, where there awaits a very grim, slippery slope."*

No comments:

Post a Comment