Friday, April 15, 2005

Friður.is vitnar í grein Egils Helgasonar og það geri ég hér með líka og tek heils hugar undir þessi orð:
Næst á eftir Fischer og Aroni Pálma verður að bjóða Mordechai Vanunu hæli á Íslandi. Hann hefur ekkert gert annað en að ljóstra því upp að Ísraelsmenn eigi kjarnorkuvopn. Þetta telst varla vera glæpur; þvert á móti er glæpsamlegt ef ríki koma sér upp kjarnorkuvopnum á laun. Ísrael kemst upp með að vera óopinbert kjarnorkuveldi. Fyrir þetta var Vanunu haldið í fangelsi í 18 ár. Eftir að honum var sleppt í fyrra er hann enn beittur kúgun; honum er meinað að tjá sig og ferðast, yfir honum vofir alltaf að vera aftur settur í tukthús.
Ég las í dag að Norðmenn hefðu hafnað því að veita Vanunu hæli - er þá ekki komið að Íslendingum og þeirra nýfengna skilningi á hlutskipti þeirra sem sæta ofsóknum?

Sjá frétt Morgunblaðsins um þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Stefán Pálsson skrifar um páfa og því sem lítur út eins og sneið til Vantrúar svarar Birgir á Vantrú.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég var að átta mig á því hvernig hægt er að lagfæra (edita) komment í Haloscan. Ekki bara edita, heldur sjá IP-tölur. Sú vitneskja getur verið gagnleg.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég aþrf að taka mig til - og skrapa saman peningum - til að kaupa áskrift að nokkrum merkilegum tímaritum.

No comments:

Post a Comment