Monday, June 27, 2005

Var að bæta hér til hliðar linkum á Landsvirkjun, Kárahnjúkavirkjun og eitthvað. Hvers vegna? Know thy enemy.
Hér getur að líta athyglisverðan leiðara á Kantipur Online, þar sem fjallað er um stjórnmálin í Nepal þessa dagana. Áhugavert það sem sagt er þar um dr. Bhattarai.
Ég held að ég hafi í gær gerst áskrifandi að Lögbirtingarblaðinu og látið, þar með, gamlan draum rætast.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á tónleikunum í gærkvöldi opnaði ég jómfrúrbás með Kommadistrói Íslands (á þessu nafni er sá fyrirvari að mér gæti dottið eitthvað betra í hug...) með bókum, barmmerkjum og smávegis fleiru. Á sömu tónleikum keypti ég mér bókina Anarkisma sem út er gefin af Sigurði pönk. Hlakka til að lesa hana.

Úr fréttum


Samningur við Mexíkó um vernd fjárfestinga“ ... þýðir það að við höfum tryggt okkur sæti við enn einn kjötketilinn sem gengur fyrir þrælavinnu? „Olíuverð yfir 60 dollara“ ... og fer hækkandi. Þeir sem kannast við stærsta vandamál okkar kynslóðar skilja hvaðan á sig stendur veðrið. „Rumsfeld býst við áframhaldandi ofbeldi næstu árin í Írak.“ ... ég hefði getað sagt honum það. Bandaríkjamenn eiga eftir að halda áfram að níðast á þessari þjóð þangað til henni tekst að reka þá af höndum sér. Ég sé ekki fyrir mér að þeir muni fara með góðu, né að þeir muni samþykkja neins konar stjórn þar nema hún sé undirgefin þeim. Þessu stríði -- þessum glæp gegn mannkyni -- verður að linna. Ránsstyrjöld í okkar nafni. Heildsöluhryðjuverk.

No comments:

Post a Comment