Wednesday, June 22, 2005

Kárahnjúkar, Saúdi-Arabía, Zimbabwe, Venezuela og tvennt áhugavert á laugardaginn


~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á Gagnauga er skýrt frá vinnubrögðum á Sjónvarpinu sem eru ekki boðleg. Frétt um Paul Gill var látið fylgja myndefni af öðrum manni að fela andlit sitt - án þess að tekið væri fram að annar maður væri á ferðinni!
Víkingasveitin er víst í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum ef umhverfisbullurnar og „atvinnumótmælendurnir“ illræmdu skyldu reyna einhvern uppsteyt, sjálfsmorðsárásir eða þaðan af verra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sjá fleiri en ég eitthvað eftirtektarvert við þessa frétt?
Yfirvöld í Sádi-Arabíu gerðu í dag lítið úr ummælum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún hvatti í gær til lýðræðisþróunar í landinu ...
Saud al-Faisal, utanríkisráðherra landsins, sagði íbúa landsins best til þess fallna að dæma um það hvers lags stjórnmálaþróun henti þeim best.
Þessi Saud al-Faisal - ég vil að það komi fram að hann er hundur og ætti að éta skít - hlýtur annað hvort að vera óborganlega heimskur (ólíklegt: þá væri hann vara ráðherra..eða hvað?) eða þá að hann heldur að við (allir hinir á jörðinni) séum það. Fyrst hann er aðalsmaður er reyndar ekkert skrítið við yfirgengilegan hroka í hans fari -- en athugum: Lýðræði á ekkert erindi til Saúdi-Arabíu. BNA ættu ekki að skipta sér af, það eru Saúdi-Arabar sjálfir sem eru best færir um að velja. Einmitt: Það er einmitt vandinn, þeir fá ekki að velja! Úff, ég spyr mig hvort svona heimska sé smitandi.
Það verður samt að viðurkennast að þessi asni og aumingi hefur rétt fyrir sér að einu leyti: Þegar öllu er á botninn hvolft kemur það einmitt í hlut Saúdi-Araba sjálfra að bylta þessu konungdæmis-skrifli og trampa fínu hallirnar þeirra út í úlfaldaskít. Þetta veit krúnan og lætur wahhabista-klerkana því eiga sig til þess að þeir geti veitt almennri óánægju í farveg af afturhaldssömustu sort, róttæka bókstafstrú.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Zimbabwe gengur strengjabrúðum heimsvaldasinna, MDC, illa að sannfæra kjósendur á landsbyggðinni um ágæti sitt. Þeim gengur líka illa að sannfæra mig! Verst er að hinn stóri flokkurinn, ZANU-PF Mugabes forseta, er ekki af betra taginu heldur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Venezuela hefur verið afhjúpað plott um að ráða Chavez forseta af dögum. Mér segir svo hugur að slík aðgerð yrði í hæsta máta óvinsæl.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Var að setja þessar tilkynninguar efst á bloggið: Kanadíski sjónvarpsmaðurinn Barrie Zwicker er væntanlegur til landsins. Hann er framleiðandi "The Great Conspiracy" sem hefur verið sýnd á vegum Gagnauga og heldur fyrirlestur um 11. september í sögulegu samhengi. Laugardaginn 25. júní í Norræna húsinu kl. 14:00, aðgangseyrir:800 kr (nánar). Talandi um Gagnauga, þá er heilmikil hreyfing á síðunni þessa dagana. Það er gott. Ég hvet fólk til að fylgjast með þessari síðu.
Einnig þessa: Út er komin bókin "Um Anarkisma"
Í þessari bók er reynt að útskýra hverju anarkistar trúa, hvað þeir vilja, hvernig pælingar þeirra kvíslast og hvað þeir gera.
Markmiðið með sjálfri útgáfunni er að reyna að víkka pólitískan sjóndeildarhring íslendinga.
Í tilefni ef útkomu bókarinnar "UM ANARKISMA" koma nokkrar hljómsveitir saman á tónleikum, INNVORTIS, FIGHTING SHIT o.fl., TÓNLISTARÞRÓUNARMIÐSTÖÐINNI (Hólmaslóð 2). 500 kr, 18.00-22.00, EKKERT ALDURSTAKMARK. Bókin verður auðvitað til sölu á staðnum, kostar 500 kr.

No comments:

Post a Comment