Monday, June 20, 2005

Íranskir umbótasinnar styðja Rafsanjani og það held ég að megi kallast skiljanlegt, sé höfð hliðsjón af því hver keppir við hann... Var að lesa þetta ágrip af horfum í þessum kosningum. Ætli Rafsanjani taki þetta ekki?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Líbanon vann bandalag leitt af Saad Hariri sigur í kosningunum. Er það gott eða slæmt? Ég hef ekki hugmynd! Þeir eru með and-sýrlenskan brodd, sem gæti þýtt að þeir væru hallir undir Bandaríkin (eða kannski Ísrael) en ég veit svosem ekkert um það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eftir mína nýjustu Vantrúargrein hafa skapast fjörugar umræður ef einhver hefur gaman að slíku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Haft er eftir Prachanda formanni nepalskra maóista: "Our party has issued special instructions to all cadres, (our) People's Liberation Army and other units not to carry out physical attacks on any unarmed person until another decision" ...jæja, óneitanlega er þetta skref í rétta átt, þ.e.a.s. ef þeir fara eftir því. Þeir hafa einnig lýst yfir stuðningi við stefnuskrá sjöflokkanna, þ.e. þingræðisflokkanna sem var vikið frá þann 1. febrúar -- og það býst ég við að sé reiðarslag fyrir krúnuna. Hver veit, það gæti skipt sköpum fyrir framtíð Nepals?

No comments:

Post a Comment