Thursday, June 2, 2005

Bólivía á barmi byltingar!


Þúsundir innfæddra Bólivíumanna (semsagt indíána) fylla götur La Paz, rífa bindin af skrifstofufólki og henda dínamíti í lögregluna! Mótmælendurnir mótmæla fullum hálsi löggjöf um gas-lindir landsins, krefjast þess að þær verði þjóðareign. Þingið er í lamasessi, framkvæmdavaldið líka, stjórnmálagreinirinn Winston Moore, staddur þar, segir að það sé alvarlegt valdatóm og upplausnin fari vaxandi. Talið er að rósturnar geti breiðst út til annarra borga. Verkfall lamar höfuðborgina og forsetinn Carlos Mesa kennir "róttækum hópum" um ástandið og hótar að beita hernum! Hér er lexía: Það er sama hversu róttækur einhver hópur er, hann lamar ekki höfuðborg með óeirðum nema það séu hyldjúp félagsleg vandamál fyrir. Með öðrum orðum: Enginn róttækur hópur getur "búið til" óeirðir sem megna að lama stórborg.
Fleiri fréttir frá róstum í Bólivíu

No comments:

Post a Comment