Thursday, June 9, 2005

RÚV flytur gleðifrétt dagsins:
Bush forseti hefur gefið leyniþjónustunni fyrirmæli um að fjölga starfsmönnum um 50% á ári næstu fimm ár.
Það er nú gott til þess að hugsa að einhver sé að hugsa um öryggi okkar. *ræskj*
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Í Nepal drápu maóistar 38 og særðu 71 í sprengjutilræði á rútu, en biðjast afsökunar og segja þetta hafa verið mistök og að þeim ábyrgu hafi verið refsað ... úff, þetta eru vægast sagt dýrkeypt mistök.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Í Bólivíu taka mótmælendur olíulindir á sitt vald, Mesa forseti hefur sagt af sér og nú er að sjá hvort verður boðað til kosninga. Það er eitt sem Bólivíumenn vantar til að geta gert vel heppnaða byltingu, og það er byltingarflokkur. Einhver vísir að slíku er til, en virðist ekki vera nóg til að geta leitt hana til farsælla lykta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Á Deiglunni skrifar Pawel: „Rökin gegn hvalveiðum eru veik, en það eru rökin með þeim einnig.“ Satt er það.

No comments:

Post a Comment