Wednesday, June 29, 2005

Nokkuð um Írak og Palestínu


Donald Rumsfeld laug því nýlega, að viðræður stæðu yfir við írösku andspyrnuna. Mike Whitney gerir grein fyrir þessu í ágætri grein. (Hvernig er annars hægt að eiga skipulegar viðræður við andspyrnuhreyfingu sem er ekki miðstýrð og hefur enga talsmenn eða heildarskipulag? Það væri í mesta lagi hægt að ræða við einstaka leiðtoga eða einstakar hreyfingar, en íraska andspyrnan samanstendur af tugum aðskildra hópa!) Rumsfeld sagði að viðræður stæðu yfir, George Casey, hershöfðingi í Írak, neitaði því, og það hafa ýmsir leiðtogar andspyrnunnar einnig gert. Rumsfeld laug. Ekki í fyrsta sinn. Gefum Whitney orðið:
The real purpose was simply to deceive the American public once again, to elicit greater support for a botched war that has degenerated into a quagmire.
By now, every American who is capable of reading a newspaper or watching a TV should know that Rumsfeld is a compulsive liar, a serial liar, a pathological liar.
... Rumsfeld plans to create the "creative chaos" which he feels will best serve the overall objectives of the occupation.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Önnur athuglisverð grein um Írak er "Iraq: A Bloody Mess" eftir Patrick Cockburn. Tölurnar í endann á henni segja ýmislegt. Hér getur að líta örstutta "flash presentation" sem kortleggur mannskæðar árásir á hernámsliðið fram til 20. júní.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Fyrrverandi hermenn í Ísraelsher ljóstra upp um kerfisbundna valdníðslu hersins gegn Palestínumönnum, notkun á palestínskum borgurum sem lifandi skjöldum, siðferðislega hnignun í hernum, allt upp í efstu raðir hans, skeytingarleysi um örlög Palestínumanna og hræsnina í talsmönnum hersins, sem segja hann vera til fyrirmyndar fyrir aðra heri. (Nema hvað, talsmenn hersins eru auðvitað á mála hjá honum!) Þessar upplýsingar eru auðvitað fjarri því að vera nýjar (ég get sjálfur vitnað um ýmislegt óhreint í pokahorni Ísraelshers) en það er eftirtektarvert að það skuli vera ísraelskir hermenn sem rjúfa þögnina. Hópur þeirra kallar sig einmitt Breaking the Silence. Sjá nánar í þessari grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Palestínsk-bandaríski háskólaprófessorinn Sami al-Arian er ásamt fleirum fyrir rétti, sakaður um stuðning við Islamic Jihad í Palestínu. Ég hef efasemdir um sekt hans; held að þetta sé hluti að aðförinni sem hefur verið í gangi gegn aröbum í Bandaríkjunum. En allavega: FBI njósnaði um al-Arian í níu ár áður en hann var tekinn fastur. Hleruðu síma og tölvupóst og komu fyrir hljóðnemum á skrifstofunni hans. Sjá nánar í þessari grein.

No comments:

Post a Comment