Thursday, June 30, 2005

Át kjúkling


Í fyrrakvöld var kjúklingur í matinn heima hjá mér. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að það eru komin næstum 2 ár síðan ég hætti að borða kjúkling. Ástæðan er verksmiðjubúskapur og ill meðferð á dýrum - og af sömu ástæðu er ég hættur að borða svínakjöt líka. En í fyrrakvöld át ég kjúkling.
Skýring: Móðir mín kom í búð sem selur ýmiss konar lífrænt ræktuð matvæli, spurðist fyrir um lífrænt ræktaðan kjúkling, sem var til í frysti. Það kom á daginn að í Mosfellssveit einhvers staðar er bú, þar sem kjúklingar fá að spássera um og róta í haugum, eins og þeim er eðlilegt að gera, þangað til þeim er slátrað. Þennan kjúkling át ég með góðri samvisku - og bestu lyst!

No comments:

Post a Comment