Friday, June 3, 2005

Baburam Bhattarai, sem ég hef oft minnst á og var til skamms tíma næstráðandi í nepalska maóistaflokknum en var sviptur öllum ábyrgðarstöðum eftir ósætti milli hans og Prachanda formanns, er ekki jafn týndur og sumir héldu (þar á meðal ég): Það hefur frést af honum í Indlandi! Þar hefur hann m.a. fundað með Prakash Karat, aðalritara Communist Party of India (Marxist). Þetta hefur farið leynt, en er merkisfrétt! Hindustan Times segja innanbúðarmenn hjá CPI(M) hafi staðfest að fundurinn hafi átt sér stað - þótt Karat sjálfur vilji hvorki játa því né neita.

No comments:

Post a Comment