Wednesday, June 1, 2005

Freedom House segja að 9 ára fangelsisdómur Mikhails Khodorkovsky sé vísbending um að réttaröryggi í Rússlandi sé trosnað. Sko ... hann er stjórnarandstæðingur -- en frelsi til að vera ósammála forsetanum gefur mönnum ekki leyfi til að svíkja morð fjár undan skatti! Fyrir utan að hann er þjófsnautur, að þiggja Yukos á silfurfati frá Yeltsín á sínum tíma.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Best að skella þessari tilkynningu hingað:
5. og 6. júní verður boðið upp á námskeið um borgaralegt hugrekki og friðsamar beinar aðgerðir ...
Í kjölfarið, eða helgina 11.-12. júní, verður ýtarlegra námskeið. Æskilegt er að þátttakendur á því námskeiði hafi sótt námskeið Milan Rai eða undirbúningsnámskeið 5. eða 6. júní. ...
Takið daginn frá! Frekari upplýsingar og skráning á motmaeli@yahoo.co.uk
Sjá nánar einhvers staðar annars staðar, svosem hér og hér... Snillingurinn ég fékk þessa tilkynningu senda á póstlistann Fólkið.net ... skráði mig um hæl, og sendi skráninguna á póstlistann líka. Það ætti að sæma mig heiðursmerki. Eða prófessorsnafnbót.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér er stríðsljóð, að því er mig minnir úr fyrri heimsstyrjöldinni, sem mér þykir með afbrigðum vel ort. Höfundurinn sat í fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu, ef ég man rétt:
Mourn not the dead, that in the cool earth lie,
dust unto dust;
The calm, sweet earth, that mothers all who die,
as all men must;
But rather mourn the apathetic throng,
the cowed and the meek,
who see the world's great anguish and its wrong,
and dare not speak!

(Ralph Chaplin)

No comments:

Post a Comment