Sunday, June 5, 2005

Það er grein eftir mig á Vantrú í dag, um bænir sem geta virkað í alvörunni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég vil líka ítreka ábendinguna um að fólk skoði Lýðræðisfrumvarpið. Á umræðuvefnum þar kom um daginn áhugaverður pistill frá Helga Hrafni Gunnarssyni. Frumvarpið hefur verið sent stjórnarskrárnefnd og má núna nálgast það á heimasíðu hennar líka, eða réttara sagt, þá hluta þess sem einkum ættu erindi í stjórnarskrána. Ég hvet fólk: Lesið þetta endilega, takið afstöðu og gerið grein fyrir henni - og bendið öðrum á.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér er "flash presentation": None Of Us Are Free - If One Of Us Is Chained.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hérna má svo lesa samræðu úr þætti Amy Goodman, þar sem William Schultz í Amnesty og David Rivkin elta ólar um hvort Bandaríkjastjórn sé viðriðin kerfisbundin mannréttindabrot eða ekki. Mér finnst Schultz nú koma betur út úr þessu ... en er reyndar fyrirfram meira og minna sammála honum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Nepal hafa maóistar blásið af þjóðvegastöðvun sem þeir hafa reynt að halda uppi undanfarnar tvær vikur. Segja hins vegar að allsherjarvinnustöðvun verði næsta skref, ef ekki verður komið til móts við þá. Ég held að stjórnarherinn hafi unnið þónokkuð á að undanförnu, og maóistarnir eru sjálfir klofnir vegna ágreinings Bhattarais og Prachanda. Þannig að kannski er þetta veikleikamerki. Eða, það gæti a.m.k. vel verið það. Prachanda og Bhattarai ættu að sættast í snatri, þótt ekki væri nema af taktískum ástæðum, og þétta raðirnar ef þeir vilja ekki að byltingin fari út um þúfur. Þeir mega ekki við þessu núna. Annars held ég að meðferðin á Bhattarai sé óverðskulduð - það verður varla betur séð en að einræðistilhneiginga gæti hjá Prachanda, og innra lýðræðis er tvímælalaust þörf í flokknum.

No comments:

Post a Comment