Friday, June 24, 2005

Hefur hann rétt fyrir sér?


Formaður BSRB gagnrýnir Ríkisendurskoðun harðlega
Ögmundur Jónasson ... ábendingar Ríkisendurskoðunar um að breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur svo frysta megi launagreiðslur starfsmanna þeirra stofnana sem fari fram úr fjárlagaheimildum vera forkastanlegar. ... "Ég vísa þessum köldu kveðjum algerlega á bug og að sjálfsögðu mun svona ofbeldi aldrei verða þolað."
Ég er hjartanlega sammála því að þessi uppástunga sé forkastanleg og að Ríkisendurskoðun ætti að skammast sín. Ekki vantar það nú. En að svona ofbeldi muni aldrei verða þolað? Ég vona að satt sé, og ég vona að BSRB standi við það ... en um leið játa ég að ég efast um að sú mótspyrna færi lengra en fyrir dómstóla. Segjum að dómstóll úrskurði ríkinu í hag. Munu BSRB eða önnur samtök launþega blása til verkfalls ríkisstarfsmanna til að knýja það fram, að lögin verði tekin til baka?
Þau ættu að gera það -- en hvort þau mundu eða munu gera það -- það er önnur saga.
Það þarf víst engan sérfræðing til að sjá svartsýni mína á þetta...

No comments:

Post a Comment