Sunday, June 19, 2005

Egill Helgason skrifar um "Evró-neikvæða", frekar slappa grein að mínu mati. "Evrópusamtökin" vísa á greinina og á Múrnum gerir Huginn sér þetta að umfjöllunarefni. Ég held ég geti nú tekið undir grein Hugins, en vil bæta við athugasemd við það sem mér finnst kannski slappast í grein Egils:
Í meginstraumi stjórnmálanna dettur engum heilvita manni í hug annað en við eigum samleið með ESB.
Þetta er nú auma rökleysan, hvaða rugl er þetta? Egill drullar bara á þá sem eru honum ósammála að þeir séu annað hvort einhvers konar öfgamenn á jaðrinum, eða þá hálfvitar. Þessi ummæli dæma sig nú sjálf, en ég held að þarna sé á ferðinni dæmi um mann sem finnur fjara undan sínu sjónarmiði.

No comments:

Post a Comment