Wednesday, June 8, 2005

Húgó Chavez gagnrýnir Bandaríkjamenn harðlega: „If there is any government that should be monitored by the OAS, then it should be the US government, a government which backs terrorists, invades nations, tramples over its own people, seeks to install a global dictatorship. That should be the government that is monitored“ ... hann hittir naglann á höfuðið, og ekki í fyrsta sinn. Á sama tíma býr hann land sitt undir það versta með því að byggja upp borgaralegar varnarsveitir, ef til innrásar kæmi. Ef mér skjátlast ekki, er það sambærilegt við landvarnir Kúbu.
~~~ ~~~ ~~~

Spurt er hvort Swaziland verði fyrsta landið til þess að deyja úr alnæmi.
~~~ ~~~ ~~~

Nýlega birtist á Gagnauga grein Jóns Karls Stefánssonar, „Skólar og innræting“ ... góð lesning og gagnleg.
~~~ ~~~ ~~~

David Kay Johnston gerir grein fyrir því, hvernig bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum fer breikkandi, og það hratt.
~~~ ~~~ ~~~

Siggi pönk skrifar, eins og fyrri daginn, ýmislegt af viti. Orð Sigga eru skáletruð:
stjórnmál hafa verið gerð að félagslegum afkima sem einungis útvaldir eiga að hafa afskipti af.
Stjórnmál eru firrt: Þau eru í höndum atvinnumanna og sérfræðinga - gjarnan sjálfskipaðra - sem gengur eitthvað annað til en almannahagur. Samfélagið stjórnar sér ekki sjálft, heldur er því stjórnað af áhrifamesta valdahópnum hverju sinni, af sterkustu blokk sérhagsmunafólks - þar á móti þarf að myndast öflug, þétt og samhent „blokk“ um almannahag. Með öðrum orðum: Almenningur þarfnast meðvitundar og skipulags, og hann þarfnast þess að taka málin í eigin hendur, hvort sem litið er til einstaklinga eða hópa.
Baráttan fyrir félagslegum og efnahagslegum jöfnuði verður ekki unnin á einum orrustuvelli heldur taka sig saman friðarsinnar og feministar, anarkistar og sósíalistar, anti-fasistar og umhverfisverndarsinnar, baráttufólk fyrir ýmsa minnihlutahópa ... auk dýraverndunarsinna og neytendasamtaka svo ég nefni einhverja þeirra hópa sem taka þátt í samfélaginu utan við valda- og fjármagnsmarkaðinn.
Þetta er hárrétt. Nú er nóg komið af klofningi, hann hefur skemmt nógu mikið, en við getum um leið lært mikið af honum. Ólíkir hópar sem vinna hver að sínum kima almannahags, og sameinast um mál eða málaflokka eftir hentugleikum eða þörfum, breið hreyfing sem á erindi til fólks, en hefur sem slík enga miðju, enga miðstjórn, aðra en hópeflið og pólitískt atgervi.
Valdablokkin hleypir þér ekki inn nema að þú aðlagir þig hennar reglum og þá ert þú þegar búin(n) að tapa. Ungur karlmaður sem leiðist að vinir sínir tali niðurlægjandi um konur bætir ekki ástandið með því að temja sér að hugsa eins og þeir.
Hittir beint í mark: Ef valdablokkin getur ekki sigrað keppinaut, þá vill hún semja. Hún innlimar keppinautinn frekar og deilir með honum völdum, heldur en að missa þau alveg. Við sigrum ekki óvininn með því að ganga í lið með honum, ekki frekar en með því að biðja hann kurteislega um að hætta að níðast á saklausum.

No comments:

Post a Comment