Thursday, June 30, 2005

Óskemmtileg lífsreynsla


Ég var að koma heim til mín af næturvakt, og þar sem ég gekk upp heimreiðina heima hjá mér sá ég svartan, ókunnugan kött sem virtist eiga eitthvað vantalað við minn kött, sem var nær húsinu. Minn köttur var með eitthvað í hvoftinum, sem ég var fljótur að sjá að var þröstur. Ég kom nær, kötturinn bjó sig undir að koma með mér inn til að gera að bráðinni, en þá fór þrösturinn að hreyfa sig og tísta. Kötturinn stóðst það auðvitað ekki og hélt áfram að leika sér með hann. Mér bauð við óförunum, bandaði kettinum í burtu - og stytti þjáningar þrastarins með skóflu. Þrjú högg og hann var steindauður.
Ég hafði aldrei áður drepið fugl með eigin hendi, né reyndar nokkuð dýr með heitt blóð. Ég get ekki sagt að tilfinningin hafi verið ánægjuleg. Mér líður hálf illa. Jæja, hvað gat maður svosem gert? Annað hvort að láta köttinn pína grey dýrið til dauða eða láta þetta taka fljótt af.

No comments:

Post a Comment