Friday, June 17, 2005

Úr fréttum RÚV:
"Neyðarástand í búsetumálum geðsjúkra"
Neyðarástand ríkir í búsetumálum geðsjúkra. Meira en 200 manns þarfnast búsetu með stuðningi en a.m.k. 70 þeirra eru vistaðir á sjúkrastofnunum.
Þetta segir hópur aðstandenda geðsjúkra hjá Geðhjálp. Félagsmálaráðherra segir að um forgangsverkefni sé að ræða.

Forgangsverkefni schmorgangsverkefni. Sem geðheilbrigðisstarfsmaður get ég sagt að þessi mál þurfa að vera mun ofar í forgangsröðinni. Ef þetta eru forgangsmál, þá þætti mér athyglisvert að vita hvernig málum er háttað þegar þau eru ekki forgangsmál.
"Háskólarnir skilgreina akademískt frelsi" - það finnst mér jákvætt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég býst við að það tengist nýlegum skrifum mínum um Kárahnjúkavirkjun, mótmælatjaldbúðir, en ég hef fengið einhverjar heimsóknir frá vefþjóni ALCOA í Bandaríkjunum í gær og fyrradag. Ekki að það skipti neinu máli.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Litli bróðir skrifar um Halldór Ásgrímsson og meinta spillingu.

No comments:

Post a Comment