Wednesday, June 22, 2005

Myndband, brandari og misheyrn


Sú snilldarhljómsveit Biomechanical sendi nýverið frá sér nýtt tónlistarmyndband sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem fílar kröftugt og tæknilegt þungarokk. Gott fólk, Empires of the Worlds!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sp: Hver er munurinn á Michael Jackson og Jóhannesi Páli II páfa?
Sv: Jóhannes Páll páfi er dáinn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég var að tala við konu, og í tal barst maður sem við þekkjum, sem er ekki sem bestur í blöðruhálskirtlinum. Konan sagði: „Ég var að heyra að sólarljós væri svo gott fyrir blöðruhálskirtilinn. Það væri sennilega best að taka hann út,“ ssagði hún og mér svelgdist á kaffinu mínu. Hún hélt áfram: „...taka blessaðan manninn út í sólina.“

No comments:

Post a Comment