Monday, November 8, 2004

Stór atlaga gegn borgurum Fallujah er hafin í Íraq. Svo er greint frá í Ríkisútvarpinu:
hafa Bandaríkjamenn beitt stórkotaliði og gert loftárásir á borgina, en andspyrnumenn eru sagðir veita harða mótspyrnu. Síðdegis sáust bandarískir skriðdrekar halda inn í borgina. Allawi, forsætisráðherra, fyrirskipaði innrás í borgina í morgun og sagði markmiðið að flæma hryðjuverkamenn þaðan burt, en hann og bandaríska herstjórnin í Írak telja, að auk vopnaðra sveita heimamanna hafi erlendir vígamenn undir forystu Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis þar bækistöðvar.
Í Fallujah veita írasqir borgarar hetjulegt vopnað viðnám gegn glæpsamlegu og ruddafengnu hernámi heimsvaldasinna. Þeir eru með öðrum orðum í þjóðfrelsisstríði. Vopnuðum borgurum í sjálfsvörn er slátrað með stórvirkum vinnuvélum og quislingshundurinn Allawi, þessi morðingi og ljóta strengjabrúða sem engu ræður, lætur eins og þeim sé slátrað í nafni Íraqa. Hann hefur stuðning innan við 5% Íraqa. Hans umboð kemur frá Bandaríkjamönnum og engum öðrum. Hann og heimsvaldasinnarnir sem toga í spottana á honum eru hryðjuverkamennirnir sem eru að kafsigla Íraq. Þeir geta, allir með tölu, étið skít og farið til andskotans mín vegna.
Útgöngubann gekk í gildi í Falluja í dag og hefur drengjum og körlum frá 15 ára til fimmtugs verið meinað að koma til borgarinnar eða fara þaðan.
Þarna er ekki tekið fram að karlar á aldrinum 15-55 ára verða "umsvifalaust skotnir" ef þeir sjást utandyra næstu 60 dagana.
Markmiðið með aðgerðunum í Falluja og boðuðum aðgerðum annars staðar í landinu er að ná helstu svæðum úr höndum andspyrnumanna svo hægt verði að kjósa þar í janúar
M.ö.o. svo hægt verði að gefa hernáminu "lögmætt" yfirbragð. Svo hægt verði að setja upp leppstjórn sem hægt verði að láta sem sé lögleg og hafi "umboð þjóðarinnar". Auðvitað verður leppstjórnin ekki lýðræðisleg. Ef það væri lýðræði í Íraq væri fyrsta mál á dagskrá að reka Bandaríkjaher heim til sín, svo og aðra heimsvaldasinna, og síðan yrði olíuauðurinn þjóðnýttur á nýjan leik (stærsti "glæpur" Saddams) og Íraq stýrt með hagsmuni Íraqa efst í huga, en ekki hagsmuni Bandaríkjanna. Þá hefði þessi innrás verið til lítils. Það er ekki hægt að láta þessa innrás fara til spillis með því að afsala völdum í Íraq til Íraqa í alvörunni, eða hvað?

No comments:

Post a Comment