Sunday, November 7, 2004

Líðan Arafats er óbreytt, er sagt. Reuters hafa það eftir „ónafngreindum embættismanni“ að lifrin í honum hafi gefið sig. Sumir segja að honum hafi verið byrlað eitur. Nú hefur Arafat oft komið heiminum á óvart með því að vera lífsseigari en búist var við. Hann hefur lifað af ótal morðtilræði og meira að segja flugslys. Mun hann þrauka í þetta skiptið?



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Á Fílabeinsströndinni eru voveiflegir atburðir að gerast. Fyrst drepur stjórnarherinn 9 franska hermenn, síðan rústar franski flugherinn fílabeinsstrenska flughernum -- æstur múgur gerir aðsúg að „friðargæsluliðum“, sem hefna sín með því að drepa 30 óvopnaða menn.

Ég veit of lítið um ástandið á Fílabeinsströndinni til að geta fullyrt nokkuð um það, og ég hef litla ástæðu til að treysta fílabeinsstrenskum embættismönnum betur en frönskum, bandarískum eða íslenskum embættismönnum. En hins vegar þekki ég frönsk og önnur vestræn heimsvaldaríki nægilega vel til þess að taka með fyrirvara því sem þau segja um svona átök.

Eru Frakkar ekki bara með heimsvaldatilburði í fátæku Afríkuríki? Fílabeinsströndin er eitt mesta ræktarland fyrir kakó, kaffi o.fl. í heiminum -- dæmigerð nýlenda þar sem hráefni er ræktað, selt óunnið úr landi og gjaldeyririnn notaður til að kaupa vopn og greiða niður erlendar skuldir sem fara samt vaxandi.

Það er hrein hending ef frönskum stjórnvöldum er treystandi þarna. Þau ekki frekar „honest brokers“ en önnur stjórnvöld.

Í það minnsta eru íbúar Fílabeinsstrandarinnar reiðir út í Frakka. Ég held að það hljóti að eiga sér skýringar.

Thousands of angry pro-Gbagbo supporters poured onto the streets of the main city Abidjan and French troops fired teargas and warning shots from a helicopter to disperse the mobs.*


Minnir mig nú bara á æskulýð suðurafrískra svertingja gegn morðtólum hvítra apartheid-stjórnvalda í Soweto, forðum daga.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Það er varla sá Íslendingur sem ekki vill að forstjórar olíufélaganna verði látnir sæta ábyrgð. Ef maður þekkir mörlanda sína rétt verðru þetta mál samt bara þæft þangað til allir hafa gleymt því og þá taka olíufélögin óðar til við verðsamráð á nýjan leik. Eða hvað, bjarmar af nýrri dögin í íslensku viðskiptasiðferði? Líklegt...



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Ég vil svo benda á nýja grein á Gagnauga um svokallaða „friðargæsluliða“.



~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Refaveiðar hafnar í Bretlandi. Það er ekkert smá sem aktivistar hafa barist fyrir því að þessum grimmúðlega sið verði hætt. Aristókratar á hestbaki að leika sér að því að murka lífið úr refum á sársaukafullan hátt. Hversu myndrænt verður það?

No comments:

Post a Comment