Tuesday, November 2, 2004

IMF, BNA, DPRK



Ef ég þekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn rétt, og miðað við reynsluna af honum, þá eru þessi ráð hreinasta feigðarflan. Þessi glæpahringur hefur feiknaleg áhrif á efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda -- en samskiptin þar á milli eru leyndarmál. Okkur er úthlutað möppu með efnahagsstefnu og við kjósendur fáum ekki svo mikið sem að sjá hana. Fæstir vita einu sinni af henni.



Nú hefjast þessar kosningar í Bandaríkjunum. Raunverulegar breytingar sem þær hafa í för með sér verða svo gott sem engar. Ég býst við að Bush vinni með óheiðarlegum hætti, en ég styð Bill Van Auken, frambjóðanda Socialist Equality Party. Hvers vegna styð ég mann sem ég veit að tapar? Forsetaframbjóðandi sósíalista í BNA í byrjun 20. aldar, Eugene V. Debs, sagði, og ég geri hans orð að mínum: I would rather vote for something I want and not get it than vote for something I don't want and get it.



Áhugasömum vil ég svo benda á áhaflega áhugaverða síðu, sem ég held að sé nýlega til komin. Það er Chosun Expo -- en Chosun er betur þekkt sem Norður Kórea. Án þess að ég sé stuðningsmaður Kim Jong-il, þá finnst mér Norður-Kórea afar áhugavert land og á Chosun Expo er vefverslun með vörur þaðan. Mat og drykk, áfengi, heilsuvörur, listmuni, meira að segja hugbúnað (!) -- allt saman Made in Democratic People's Republic of Korea.

No comments:

Post a Comment