Thursday, November 11, 2004

Fallujah, Arafat, Chernobyl o.fl.



Í Fallujah hamast heimsvaldasinnar að írösqu andspyrnunni. Það er með megnustu gremju sem ég les fréttir þaðan. Það er sagt að þarna séu á ferðinni "Sveitir bandaríkjamanna og íraska þjóðvarðliðsins"* -- en réttara væri að segja að þarna eru á ferðinni ólöglegt og ruddalegt bandarískt innrásarlið, og með í för málaliðar leppstjórnar quislingsins Allawis.



~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~

Ég vil benda á þessa afbragðsgóðu grein Sveins Rúnars Haukssonar á heimasíðu Félagsins Íslands-Palestínu: Arafat - sigur um síðir.

Ég vil í leiðinni benda fólki á að taka frá mánudagskvöldið 15. nóvember -- þá verður dagskrá Félagsins Íslands-Palestínu, sem nánar verður auglýst innan skamms.



~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~

Chernobyl er hér með komið á topp-5 lista yfir áfangastaði sem ég stefni á að heimsækja. Sjá nánar hér.



~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~

Um sellur og sellufyrirkomulag



Sellur eru grunneining í róttækri hreyfingu. Hvað er sella? Sella er hópur fólks sem gjarnan á sameiginlegan vinnustað og hittist reglulega og ræður ráðum sínum. Hver einstaklingur í sellunni á, sem slíkur, aðild að henni, og sellan á aðild að hreyfingunni sjálfri (á landsvísu). Í hverju kjördæmi er flokksdeild, sem er vettvangur þar sem allar sellur í viðkomandi kjördæmi koma saman og vinna að sameiginlegum verkefnum. Þegar hreyfingin hefur náð ákveðinni stærð er einfaldast að hver sella sendi fulltrúa á flokksdeildarþing eða ráðstefnu. Fulltrúinn talar þá fyrir selluna og svarar til hennar. Skipulag, ákvarðanataka o.þ.h. – hvort sem er innan sellu, innan flokksdeildar eða innan hreyfingarinnar í heild – fer eftir því sem félagarnir vilja sjálfir og koma sér saman um. Æskilegt er að lýðræði sé sem mest og sem beinast. Það er einn stærsti kosturinn við sellufyrirkomulag, að beint lýðræði er einfalt í sniðum og í sjálfu sér ekkert sem kemur í veg fyrir það. Annar stór kostur er að eðli málsins samkvæmt tekur mjög hátt hlutfall félaga virkan þátt í starfi hreyfingarinnar, vitanlega eins mikinn og hver kærir sig um, en það er mikið um að vera og nóg að gera fyrir áhugasama.

No comments:

Post a Comment